Sumarbústaður til leigu. Bústaðurinn er í 10 km fjarlægð frá Stykkishólmi og stendur í kyrrlátu birkikjarri við Sauraskóg í Helgafellssveit. Góðar gönguleiðir eru frá bústaðnum. Mikið fuglalíf er í skóginum og þar er m.a. hægt að sjá uglur og haferni. Í skógræktargirðingu í Sauraskógi eru skemmtilegar stuttar gönguleiðir. Við bústaðinn er sólpallur með grilli. Gott eldhús er í húsinu, góð sturtuaðstaða, tvö svefnherbergi og stofa. Queen size hjónarúm er í öðru herberginu og kojur í hinu herberginu. Kojurnar eru 140sm niðri og 90sm uppi, einnig er barnaferðarúm. Gæludýr eru ekki leyfð.

Þessi bústaður var áður í eigu Fransiscus systrana í Stykkishólmi og eru enn í honum ýmsir munir sem tengjast þeim og gefa bústaðnum notalega stemmingu. Nafnið Friðarstaðir er einnig komið frá þeim systrunum. Þetta er reyklaus bústaður og gert er ráð fyrir að gestir séu reglusamir og gangi vel um. Frekari upplýsingar gefa:

Sigrún Þórsteinsdóttir og Kristján Guðmundsson sigrun1406@gmail.com kilogram@simnet.is gsm 8455309

Kristján Guðmundsson
GSM: 00-354-845-5309
Sigrún Þórsteinsdóttir

Summer cottage for rent. The cottage is situated in a peacful area surrounded by birch trees and nearby a forest where there is a great deal of bird life. There are pathways in the forest and some times during the year, owls and eagles can be seen. The cottage is in about 10km distance from the nearest town, Stykkishólmur, where there is a supermarket and interesting museums and other sights to see. Outside the cottage is a patio with a grill. Inside is a good kitchen, bathroom with a shower, two bedrooms and a living room. One of the bedrooms has a Queen Size bed and the other bedroom has a bunk bed. The upper bunk is 90cm wide and the lower is 140cm wide. The cottage also comes equipped with a portable crib. Pets are not allowed.

This cottage was previously owned by St. Franciskus nuns from Stykkishólmur and the cottage still holds some items from them that add to the feel of the house. This is a non-smoking cottage and we ask that guests please treat nature with respect. Further information:

Kristján Guðmundsson
Tel: 00-354-8455309
Sigrún Þórsteinsdóttir